Allir starfsmenn Benz fá 875.000 kr. í bónus Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:48 Höfuðstöðvar Mercedes Benz. Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent
Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent