Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 06:34 Hinar alræmdu útrýmingarbúðir í Auschwitz eru til að mynda í Póllandi. VÍSIR/AFP Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira