Innlent

Of tekjuhár fyrir félagsíbúð í Kópavogi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn var búsettur í Kópavogi.
Maðurinn var búsettur í Kópavogi. Vísir
Kópavogsbæ var heimilt að segja upp leigusamningi við leigjanda félagslegrar íbúðar í bænum. Tekjur mannsins þóttu of háar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála.

Maðurinn hafði leigt félagslega íbúð af bænum síðan í janúar 2011. Tekjumörk fyrir leigu á slíkri íbúð árið 2016 voru tæpar 4,75 milljónir króna. Maðurinn hafði hins vegar 5 milljónir í tekjur það ár og 10 þúsund krónum betur. Tekjumarkið hækkaði hefði leigjandi barn á sínu framfæri en svo var ekki í tilfelli mannsins.

Maðurinn taldi það brjóta gegn jafnræðisreglu að mismuna einstaklingum svona eftir fjölskyldustærð en á það var ekki fallist af nefndinni. Var uppsögn samningsins því staðfest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×