Innlent

Ræða átti gerla á fjölmiðlafundi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi. vísir/anton brink
Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir, varamenn Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segja margt hafa farið úrskeiðis við að koma uppfærðum upplýsingum til almennings varðandi gerlamengun í neysluvatni er upp kom grunur um slíkt fyrr í þessum mánuði.

„Ljóst er að skerpa þarf á verkferlum um tilkynningaskyldu til almennings þegar um umhverfis- og eða mengunarslys er að ræða,“ segir í bókun Halldórs og Mörtu í fundargerð stjórnar OR. Fréttatilkynningar hafi ýmist komið of seint eða voru með röngum upplýsingum. „Þegar mengun af þessu tagi kemur upp sem snertir meira og minna alla borgarbúa væri réttast að boða til blaðamannafundar og upplýsa um málið.“




Tengdar fréttir

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×