Finnur Freyr: „Hefur hvarflað að mér að hætta hjá KKÍ“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2018 18:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina. Um helgina æfðu þeir leikmenn sem teljast nálægt íslenska A-landsliðshópnum, en á föstudagskvöldið ræddu spekingar Körfuboltakvölds afhverju það væru fimm leikmenn Hauka en enginn frá KR. Haukar og KR mættust svo í Dominos-deildinni í gær, en landsliðs-úrtakið æfði á laugrdag. Finnur þjálfar eins og áður segir lið KR. Finnur sagði í samtali við Vísi í gær, eftir leik Hauka og KR, að honum blöskraði umræðan og hafi það sárnað mjög. Craig Pedersen, landsliðsþjálfarinn sjálfur, sagði einnig í viðtali við Vísi á laugardaginn að sú gagnrýni sem beindist gegn Finn hafi verið afar óréttlát. „Ég kem ekki fram og gagnrýni sambandið nema af illri nauðsyn. Það fer af stað umræðu á föstudag varðandi mig og mín tengsl við landsliðið. Ég er búinn að vera aðstoðarþjálfari undarfarin fjögur ár og það kemur upp sú umræða að ég sé að nýta mér aðstöðu mína sem landsliðsþjálfari, KR í vil - að það komi niður á Haukunum,” sagði Finnur í samtali við Akraborgina. „Mér fannst menn seta upp spurningar sem voru óábyrgar því menn höfðu ekkert fyrir sér í því. Þetta er spjall sem er eðlilegt að taka á kaffistofunni vítt og breitt, en þegar þetta eru virtir menn í íslenskum körfubolta þá grípur fólk þetta eðlilega. Mig sárnaði að það hafi ekki verið meiri vinna í að skoða hlutina.” „Við KR-ingar vorum gífurlega ósáttir við breytinguna á þessum leik og breytingin á sér stað því íslenska kvennalandsliðið er í leikjaglugga síðustu tvær vikur og Ívar Ásgrímsson þjálfar þær. Eðlilega eru gerðar breytingar og færslur, en það var dregið í Evrópukeppni kvenna í júlí. Það er ekki fyrr en 6. febrúar sem leikurinn er færður - sex dögum áður en hann átti að fara fram.” Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborginnar, spurði þá hvort að það hafi ekki verið rétt að blása þessa æfingarhelgi bara af þegar vitað var að það væri eins stór leikur og raun bar vitni í gærkvöldi. „Það hefði kannski bara verið rétta leiðin í lokin, en á sama tíma hugsar maður að okkar leikmenn eru að eldast. Þessir strákar sem eru að koma upp eru gífurlega efnilegir og þurfa að læra þessar endurtekningar. Undanfarin misseri hefur vandamálið verið það að þeir eru ekki komnir á sama stað varnarlega og þessir eldri og reyndari.” „Þetta átti að vera leið til að hjálpa þeim sem koma inn í hópinn núna og koma inn í hópinn á næstunni. Hugmyndin er að koma mönnum inn í þetta og auðvelda þeim leiðina inn, en þegar KKí setur þennan glugga. Það hefði kannski verið rétta leiðin að fella hana bara niður.”Finnur íhugar nú stöðu sína innan KSÍ.vísir/antonEinhverjir veltu upp fyrir sér þeirri spurningu afhverju enginn KR-ingur væri í úrtakshópnum, en fimm leikmenn Hauka. Finnur segir að það séu eðlilegar skýringar á því. „Brynjar gefur ekki kost á sér og leið eftir síðasta glugga að hans tími væri kominn. Hann var búinn að ákveða það fyrir löngu síðan. Það er ákvörðun þjálfara að Darri sé kominn yfir sitt besta skeið og hann er ekki með hæðina á alþjóðavettvangi. Það er frekar ákveðið út frá getu, eftir samkeppni eða einhverju sem Björn er ekki valinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem er gagnrýnt að gagnrýna þjálfara að velja ekki leikmann úr sínu liði.” Öllum er ljóst að Finn hefur leiðst þessi umræða og hún hefur farið fyrir brjóstið á honum. Hann íhugar nú hvort að hann eigi að segja staðar numið. „Ég tel mig vera heiðarlegan í starfi. Ég er búinn að vera fórna sumarfríum í þessi landslið sem gera yfirleitt ekki annað en að kosta okkur pening því launin eru gífurlega lág. Mér fannst illa að mér vegið að mér og það hefur bitnað meira á KR en öðrum því undirbúningstímabilin hafi verið styttri.” „Ég hef ekkert heyrt frá KKÍ og mig sárnar það að þeir sem beri ábyrgð á þessu hafi komið fram með hlutina. Stígið upp fyrir þá sem vinna fyrir sambandið. Mér finnst það vanta í okkar samfélag að menn taki ábyrgð á hlutunum og ekki láta aðra gjalda fyrir eigin ákvarðanir. Ég hef ekkert heyrt.” „Ég er ekki sáttur enn þá. Mér leið betur eftir að tala, ég vildi ekki fara á Fésbókina eða fara á samfélagsmiðla. Ég vildi gefa mönnum tíma til að svara þessu, en ég veit það ekki. Mig sárnaði þetta,” en hefur Finnur íhugað að hætta? „Það hefur hvarflað að mér, já. Það er þó eins og allt annað að maður vill ekki taka neinar ákvarðanir í óðagoti,” sagði Finnur. Viðtalið í heild sinni má hlusta hér að ofan, en hann ræðir þá enn frekar um leikjabreytinguna varðandi leikinn gegn Haukum, valið á landsliðshópnum og fleira í þessu mjög svo áhugaverða viðtali. Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina. Um helgina æfðu þeir leikmenn sem teljast nálægt íslenska A-landsliðshópnum, en á föstudagskvöldið ræddu spekingar Körfuboltakvölds afhverju það væru fimm leikmenn Hauka en enginn frá KR. Haukar og KR mættust svo í Dominos-deildinni í gær, en landsliðs-úrtakið æfði á laugrdag. Finnur þjálfar eins og áður segir lið KR. Finnur sagði í samtali við Vísi í gær, eftir leik Hauka og KR, að honum blöskraði umræðan og hafi það sárnað mjög. Craig Pedersen, landsliðsþjálfarinn sjálfur, sagði einnig í viðtali við Vísi á laugardaginn að sú gagnrýni sem beindist gegn Finn hafi verið afar óréttlát. „Ég kem ekki fram og gagnrýni sambandið nema af illri nauðsyn. Það fer af stað umræðu á föstudag varðandi mig og mín tengsl við landsliðið. Ég er búinn að vera aðstoðarþjálfari undarfarin fjögur ár og það kemur upp sú umræða að ég sé að nýta mér aðstöðu mína sem landsliðsþjálfari, KR í vil - að það komi niður á Haukunum,” sagði Finnur í samtali við Akraborgina. „Mér fannst menn seta upp spurningar sem voru óábyrgar því menn höfðu ekkert fyrir sér í því. Þetta er spjall sem er eðlilegt að taka á kaffistofunni vítt og breitt, en þegar þetta eru virtir menn í íslenskum körfubolta þá grípur fólk þetta eðlilega. Mig sárnaði að það hafi ekki verið meiri vinna í að skoða hlutina.” „Við KR-ingar vorum gífurlega ósáttir við breytinguna á þessum leik og breytingin á sér stað því íslenska kvennalandsliðið er í leikjaglugga síðustu tvær vikur og Ívar Ásgrímsson þjálfar þær. Eðlilega eru gerðar breytingar og færslur, en það var dregið í Evrópukeppni kvenna í júlí. Það er ekki fyrr en 6. febrúar sem leikurinn er færður - sex dögum áður en hann átti að fara fram.” Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborginnar, spurði þá hvort að það hafi ekki verið rétt að blása þessa æfingarhelgi bara af þegar vitað var að það væri eins stór leikur og raun bar vitni í gærkvöldi. „Það hefði kannski bara verið rétta leiðin í lokin, en á sama tíma hugsar maður að okkar leikmenn eru að eldast. Þessir strákar sem eru að koma upp eru gífurlega efnilegir og þurfa að læra þessar endurtekningar. Undanfarin misseri hefur vandamálið verið það að þeir eru ekki komnir á sama stað varnarlega og þessir eldri og reyndari.” „Þetta átti að vera leið til að hjálpa þeim sem koma inn í hópinn núna og koma inn í hópinn á næstunni. Hugmyndin er að koma mönnum inn í þetta og auðvelda þeim leiðina inn, en þegar KKí setur þennan glugga. Það hefði kannski verið rétta leiðin að fella hana bara niður.”Finnur íhugar nú stöðu sína innan KSÍ.vísir/antonEinhverjir veltu upp fyrir sér þeirri spurningu afhverju enginn KR-ingur væri í úrtakshópnum, en fimm leikmenn Hauka. Finnur segir að það séu eðlilegar skýringar á því. „Brynjar gefur ekki kost á sér og leið eftir síðasta glugga að hans tími væri kominn. Hann var búinn að ákveða það fyrir löngu síðan. Það er ákvörðun þjálfara að Darri sé kominn yfir sitt besta skeið og hann er ekki með hæðina á alþjóðavettvangi. Það er frekar ákveðið út frá getu, eftir samkeppni eða einhverju sem Björn er ekki valinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem er gagnrýnt að gagnrýna þjálfara að velja ekki leikmann úr sínu liði.” Öllum er ljóst að Finn hefur leiðst þessi umræða og hún hefur farið fyrir brjóstið á honum. Hann íhugar nú hvort að hann eigi að segja staðar numið. „Ég tel mig vera heiðarlegan í starfi. Ég er búinn að vera fórna sumarfríum í þessi landslið sem gera yfirleitt ekki annað en að kosta okkur pening því launin eru gífurlega lág. Mér fannst illa að mér vegið að mér og það hefur bitnað meira á KR en öðrum því undirbúningstímabilin hafi verið styttri.” „Ég hef ekkert heyrt frá KKÍ og mig sárnar það að þeir sem beri ábyrgð á þessu hafi komið fram með hlutina. Stígið upp fyrir þá sem vinna fyrir sambandið. Mér finnst það vanta í okkar samfélag að menn taki ábyrgð á hlutunum og ekki láta aðra gjalda fyrir eigin ákvarðanir. Ég hef ekkert heyrt.” „Ég er ekki sáttur enn þá. Mér leið betur eftir að tala, ég vildi ekki fara á Fésbókina eða fara á samfélagsmiðla. Ég vildi gefa mönnum tíma til að svara þessu, en ég veit það ekki. Mig sárnaði þetta,” en hefur Finnur íhugað að hætta? „Það hefur hvarflað að mér, já. Það er þó eins og allt annað að maður vill ekki taka neinar ákvarðanir í óðagoti,” sagði Finnur. Viðtalið í heild sinni má hlusta hér að ofan, en hann ræðir þá enn frekar um leikjabreytinguna varðandi leikinn gegn Haukum, valið á landsliðshópnum og fleira í þessu mjög svo áhugaverða viðtali.
Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15