Hafnfirðingar skilað helmingi lóða vegna íþyngjandi skilmála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Skarðshlíðarhverfið á að byggja upp á næstu árum. Það hefur nánast verið tilbúið til uppbyggingar í um áratug Vísir/eyþór „Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjá meira
„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjá meira