Skiptar skoðanir á Englandi um ágæti VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. febrúar 2018 21:29 vísir/getty Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sjá meira
Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sjá meira
VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30