„Ansi margir að missa vinnuna sína“ Guðný Hrönn skrifar 17. febrúar 2018 13:00 Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson standa á tímamótum. Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira