Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 20:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í dag. Vísir/Hanna Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39