Skömmu fyrir Vetrarólympíuleikana í PeyongChang veiktust margir starfsmenn leikanna af nóróveirunni. Ekki bestu tíðindin rétt áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.
Eins og við var að búast tókst ekki að koma í veg fyrir að einhverjir íþróttamannanna myndu næla sér í veiruna sem er bráðsmitandi.
We found the best athlete at the Olympics pic.twitter.com/km1ndhJAnC
— Barstool Sports (@barstoolsports) February 12, 2018
Svo margir starfsmenn veiktust í aðdraganda leikanna að skipuleggjendur brugðu á það ráð að senda 1.200 öryggisverði heim og í staðinn komu 900 hermenn.