Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 19:15 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. Bankasýslu ríkisins, sem heldur á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, barst erindið í gær en það felur í sér að Kaupskil greiða 23,4 milljarða fyrir hlut ríkisins. Kveðið er á um kaupréttinn í hluthafasamkomulagi um fjármögnun Arion banka frá 3. september 2009. Gangi viðskiptin eftir mun Arion banki í kjölfarið kaupa 9,5 prósent af eigin bréfum af Kaupskilum. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að þau bréf sem Arion banki muni kaupa séu í reynd þau sömu og Kaupskil áætlar að kaupa af ríkissjóði samkvæmt kauprétti. Verðið í viðskiptunum verði það sama eða 90,087 krónur á hlut. „Þeir eru að bjóða bankanum að kaupa bréf sem þeir eiga ekki en eru að eignast. Þetta er allt hluti af endurskipulagningu á eignarhaldi sem var óeðlilegt og staðið hefur til að endurskipuleggja í langan tíma,“ segir Höskuldur. Niðurstaða mun liggja fyrir á næstu dögum Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins fundaði vegna málsins í dag en í nefndinni sitja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Bankasýslan mun senda mér tillögu um hvernig skuli bregðast við. Ég á svo sem ekki von á því að það séu mörg útafstandandi álitamál. Ekki miðað við það sem fram kom á fundi okkar í dag. En það er fyrst í framhaldi af því að ég hef fengið tillöguna sem formlega er hægt að segja að við tökum afstöðu til þessarar kröfu um að beita kaupréttinum,“ segir Bjarni Benediktsson. Hann segir verðið viðunandi enda lagði ríkissjóður rétt tæpa 10 milljarða króna inn í Arion banka við fjármögnun bankans á sínum tíma. „Það eru auðvitað margar leiðir til að horfa á það en ef við skoðum bara hvaða ávöxtun ríkið er að hafa, miðað við þetta kaupréttarverð, á eiginfjárframlag sitt frá 2009 þá tel ég að ríkið geti mjög vel við unað að fá 23,4 milljarða króna fyrir framlag sem á sínum tíma náði ekki tíu milljörðum króna. Það er töluvert góð ávöxtun en það verða fleiri sjónarhorn að koma inn í myndina þegar metið er hvort verðið sé gott,“ segir Bjarni. Hann segir að málið sé ekki flókið formlega séð og því gæti niðurstaða um hvort hluturinn verði seldur til Kaupskila legið fyrir innan nokkurra daga. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. Bankasýslu ríkisins, sem heldur á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, barst erindið í gær en það felur í sér að Kaupskil greiða 23,4 milljarða fyrir hlut ríkisins. Kveðið er á um kaupréttinn í hluthafasamkomulagi um fjármögnun Arion banka frá 3. september 2009. Gangi viðskiptin eftir mun Arion banki í kjölfarið kaupa 9,5 prósent af eigin bréfum af Kaupskilum. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að þau bréf sem Arion banki muni kaupa séu í reynd þau sömu og Kaupskil áætlar að kaupa af ríkissjóði samkvæmt kauprétti. Verðið í viðskiptunum verði það sama eða 90,087 krónur á hlut. „Þeir eru að bjóða bankanum að kaupa bréf sem þeir eiga ekki en eru að eignast. Þetta er allt hluti af endurskipulagningu á eignarhaldi sem var óeðlilegt og staðið hefur til að endurskipuleggja í langan tíma,“ segir Höskuldur. Niðurstaða mun liggja fyrir á næstu dögum Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins fundaði vegna málsins í dag en í nefndinni sitja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Bankasýslan mun senda mér tillögu um hvernig skuli bregðast við. Ég á svo sem ekki von á því að það séu mörg útafstandandi álitamál. Ekki miðað við það sem fram kom á fundi okkar í dag. En það er fyrst í framhaldi af því að ég hef fengið tillöguna sem formlega er hægt að segja að við tökum afstöðu til þessarar kröfu um að beita kaupréttinum,“ segir Bjarni Benediktsson. Hann segir verðið viðunandi enda lagði ríkissjóður rétt tæpa 10 milljarða króna inn í Arion banka við fjármögnun bankans á sínum tíma. „Það eru auðvitað margar leiðir til að horfa á það en ef við skoðum bara hvaða ávöxtun ríkið er að hafa, miðað við þetta kaupréttarverð, á eiginfjárframlag sitt frá 2009 þá tel ég að ríkið geti mjög vel við unað að fá 23,4 milljarða króna fyrir framlag sem á sínum tíma náði ekki tíu milljörðum króna. Það er töluvert góð ávöxtun en það verða fleiri sjónarhorn að koma inn í myndina þegar metið er hvort verðið sé gott,“ segir Bjarni. Hann segir að málið sé ekki flókið formlega séð og því gæti niðurstaða um hvort hluturinn verði seldur til Kaupskila legið fyrir innan nokkurra daga.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira