Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2018 23:00 Íbúar Newtown, þar sem tuttugu ung börn voru myrt í Sandy Hook skólanum árið 2012, syrgja. Vísir/Getty Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir að skotárásir eins og sú sem minnst 17 nemendur skóla voru myrt í í gær eigi ekki að vera notaðar til að draga úr réttindum fólks til að eiga byssur. Þá segir hann nauðsynlegt að safna öllum upplýsingum um árásina áður en farið verði að ræða um hvað stjórnmálamenn geta gert til að koma í veg fyrir svona árásir. „Það eru fleiri spurningar en svör á þessu stigi,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í dag. „Mér finnst ekki að umræðan eigi strax að fara að snúast um að afnema réttindi borgara. Að taka réttindi af löghlýðnum borgurum. Augljóslega fer umræðan þangað yfirleitt strax. Ég tel að við þurfum fyrst að draga andann og safna öllum staðreyndum málsins.“ Þessi orð, eða svipuð, heyrast iðulega frá Repúblikönum í Bandaríkjunum í kjölfar skotárása og fjöldamorða þar í landi. Tíðni slíkra atvika í Bandaríkjunum eiga sér enga hliðstæðu í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði þjóðina í dag og forðaðist hann að ræða mögulegar aðgerðir ríkisins. David Hogg, nemandi í Marjory Stoneman Douglas skólanum þar sem árás gærdagsins átti sér stað er ekki sammála Paul Ryan og Repúblikönum og segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða hið snarasta. Flestar tilraunir stöðvaðar Í forsetatíð Barack Obama fjölgaði skotárásum sem þessum mjög og reyndi hann ítrekað að herða vopnalög Bandaríkjanna og þær bakgrunnsskoðanir sem kaupendur skotvopna þurfa að ganga í gegnum. Þær tilraunir voru ávalt stöðvaðar í þinginu. Eitt af því litla sem Obama tókst að gera var að gera forsetatilskipun um að aðilar sem fá örorkubætur vegna geðrænna vandamála gátu ekki keypt skotvopn. Eitt af því fyrsta sem Repúblikanar gerðu þegar Trump tók við völdum var þó að fella þá tilskipun niður. Íhaldsmenn hafa jafnvel kallað eftir því að byssum verði fjölgað og fleiri gangi um vopnaðir því „góður maður“ með byssu geti stöðvað „vondan mann“. Hert löggjöf varðandi eign skotvopna myndi eingöngu koma niður á löghlýðnum borgurum. Glæpamenn myndu áfram verða sér út um byssur. Stuðningsmenn skotvopnaeignar benda iðulega á borgina Chicago til að styðja málstað sinn. Því er iðulega, ranglega, haldið fram að vopnalöggjöf Chicago sé sú strangasta í Bandaríkjunum og þrátt fyrir það hafi alvarlegum glæpum þar sem byssur koma við sögu farið fjölgandi. Eins og bent er á í umfjöllun Chicago Tribune í fyrra var Chicago eitt sinn sú borg þar sem vopnalöggjöf var sú strangasta í Bandaríkjunum hafa dómstólar Illinois og þing ríkisins holað þá löggjöf að innan. Á síðasta áratug var íbúum borgarinnar til dæmis bannað að hafa skammbyssur á heimilum sínum en Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi þau lög úr gildi árið 2010. Sömuleiðis hafa lög um að íbúar borgarinnar þurfi að skrá byssur sínar og fá leyfi fyrir þeim verið felld úr gildi. Árið 2013 samþykkti þing Illinois lög sem heimila íbúum að ganga um götur borgarinnar með tvær byssur á sér. Ofan á það að lögin hafi verið holuð að innan er Chicago umkringd af ríkjum þar byssulöggjöf er lítil sem engin. Auðvelt er að fara út úr borginni og kaupa byssu með löglegum hætti, án leyfis og án þess að skrá hana. Byssueign án hliðstæðu Fjöldi skotvopna í Bandaríkjunum á sér þó einnig ekki hliðstæðu. Til marks um byssueign í Bandaríkjunum er hægt að benda á þá tölfræði að Bandaríkjamenn samsvara um 4,4 prósentum íbúa jarðarinnar. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn um 42 prósent allra þeirra skotvopna heimsins sem eru í einkaeigu. Umræða um vopnalöggjöf Bandaríkjanna er ávalt fyrirferðamikil eftir árásir þar sem margir láta lífið. Stuðningsmenn byssueignar verja þó mun meiri fjármunum til þeirrar umræðu en andstæðingar þeirra og sömuleiðis verja þeir peningum allan ársins hring. Frá árinu 1989 hafa samtök stuðningsmanna byssueignar eins og Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) varið um 41,9 milljón dala til stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og áhrifahópa. Um 90 prósent af þeirri upphæð hefur farið til Repúblikanaflokksins og frambjóðenda hans. Samkvæmt umfjöllun CNBC News sýna skoðanakannanir að meirihluti Bandaríkjamanna er hliðhollur einhvers konar aðgerðum til að draga úr fjölda skotvopna. Þrátt fyrir það hafa samtök sem vinna að hertri vopnalöggjöf einungis varið um 4,2 milljónum dala frá árinu 1989. Um 96 prósent af þeirri upphæð hefur farið til Demókrataflokksins og frambjóðenda hans. Það er um tíu prósent af upphæðinni sem hinn hópurinn hefur varið. Önnur rök sem íhaldsmenn nota ítrekað er að ef einhver ætli sér að fremja fjöldamorð finni hann leið til þess. Í stað þess að nota skotvopn gætu viðkomandi notað sprengjur eða bíl. Reynsla annarra ríkja sem hafa gripið til aðgerða vegna skotárása gefur þó til kynna að það sé ekki rétt. Þann 28. apríl árið 1996 hóf hinn 28 ára gamli Martin Bryant skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli í Port Arthur í Tasmaníu. Þegar hann var handsamaður degi síðar lágu 35 í valnum og 23 voru særðir. Um var að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Ástralíu. Hægri sinnuð ríkisstjórn Ástralíu greip umsvifalaust til aðgerða sem þó tóku marga mánuði. Sjálfvirk og hálfsjálfvirk skotvopn voru bönnuð. Nýju kerfi varðandi byssuleyfi var komið á og var settur á 28 daga biðtími vegna byssukaupa. Þá var byssueigendum gert að skrá skotvopn sín og ríkið keypti rúmlega 600 þúsund byssur og fargaði þeim. Það kostaði mikla peninga og var verkefnið fjármagnað með því að hækka skatta. Eins og bent er á í umfjöllun Atlantic var ástralska þjóðin þó ekki sameinuð á bak við aðgerðir ríkisins. Skotvopnasamtök Bandaríkjanna vörðu miklum fjármunum gegn lagabreytingunum og unnu með sambærilegum samtökum í Ástralíu. Meðal þess sem andstæðingar breytinganna hrópuðu var að „byssur dræpu ekki fólk“ og að breytingarnar kæmu niður á löghlýðnum eigendum skotvopna. Síðan þá hefur ekkert atvik átt sér stað þar sem einn vopnaður maður myrðir fimm eða fleiri í Ástralíu. Á átján árum fyrir árið 1996 höfðu þrettán slík atvik átt sér stað þar í landi. Þar að auki fækkaði morðum og sjálfsmorðum þar sem skotvopn komu við sögu um 59 og 65 prósent á árunum 1995 og 2006. Skotvopnum hefur þó fjölgað verulega í Ástralíu síðan og létt hefur verið á löggjöfinni. Morðum þar sem skotvopn koma við sögu hefur þó ekki fjölgað aftur í samræmi við fjölgun skotvopna. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi þar sem fjöldamorð árið 1987 leiddi til aðgerða verðandi vopnalöggjöf. Hvað þarf eiginlega til? Lítill vilji virðist vera meðal ráðandi afla í Bandaríkjunum til að grípa til sambærilegra aðgerða. Vert er að velta uppi þeirri spurningu hvort hann muni einhvern tímann vera til staðar miðað við það að á þessu ári hafa 18 skotárásir átt sér stað á skólalóðum í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa gífurlega mörg börn verið skotin til bana og var árásin í Sandy Hook skólanum í Connecticut ein sú versta þar sem tuttugu fimm til sjö ára gömul börn voru myrt ásamt einum kennara. Ekki var gripið til aðgerða þá. Grunnskólakrakkar hafa oft verið myrtir í skotárásum í skólum. Aldrei hefur verið gripið til aðgerða vegna þeirra atvika. 59 tónleikagestir voru myrtir í Las Vegas í fyrra og hundruð særðust. Ekki var gripið til aðgerða þá. Kirkjugestir hafa verið myrtir í minnst tveimur árásum og sömuleiðis gestir kvikmyndahúss. Ekki var gripið til aðgerða. Það var jafnvel skotið á þingmenn Repúblikanaflokksins á hafnaboltavelli í fyrra og einn þeirra særður alvarlega. Þingmenn hafa valdið til að grípa til aðgerða og þeir gerðu það ekki þá. Bandaríkin Fréttaskýringar Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir að skotárásir eins og sú sem minnst 17 nemendur skóla voru myrt í í gær eigi ekki að vera notaðar til að draga úr réttindum fólks til að eiga byssur. Þá segir hann nauðsynlegt að safna öllum upplýsingum um árásina áður en farið verði að ræða um hvað stjórnmálamenn geta gert til að koma í veg fyrir svona árásir. „Það eru fleiri spurningar en svör á þessu stigi,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í dag. „Mér finnst ekki að umræðan eigi strax að fara að snúast um að afnema réttindi borgara. Að taka réttindi af löghlýðnum borgurum. Augljóslega fer umræðan þangað yfirleitt strax. Ég tel að við þurfum fyrst að draga andann og safna öllum staðreyndum málsins.“ Þessi orð, eða svipuð, heyrast iðulega frá Repúblikönum í Bandaríkjunum í kjölfar skotárása og fjöldamorða þar í landi. Tíðni slíkra atvika í Bandaríkjunum eiga sér enga hliðstæðu í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði þjóðina í dag og forðaðist hann að ræða mögulegar aðgerðir ríkisins. David Hogg, nemandi í Marjory Stoneman Douglas skólanum þar sem árás gærdagsins átti sér stað er ekki sammála Paul Ryan og Repúblikönum og segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða hið snarasta. Flestar tilraunir stöðvaðar Í forsetatíð Barack Obama fjölgaði skotárásum sem þessum mjög og reyndi hann ítrekað að herða vopnalög Bandaríkjanna og þær bakgrunnsskoðanir sem kaupendur skotvopna þurfa að ganga í gegnum. Þær tilraunir voru ávalt stöðvaðar í þinginu. Eitt af því litla sem Obama tókst að gera var að gera forsetatilskipun um að aðilar sem fá örorkubætur vegna geðrænna vandamála gátu ekki keypt skotvopn. Eitt af því fyrsta sem Repúblikanar gerðu þegar Trump tók við völdum var þó að fella þá tilskipun niður. Íhaldsmenn hafa jafnvel kallað eftir því að byssum verði fjölgað og fleiri gangi um vopnaðir því „góður maður“ með byssu geti stöðvað „vondan mann“. Hert löggjöf varðandi eign skotvopna myndi eingöngu koma niður á löghlýðnum borgurum. Glæpamenn myndu áfram verða sér út um byssur. Stuðningsmenn skotvopnaeignar benda iðulega á borgina Chicago til að styðja málstað sinn. Því er iðulega, ranglega, haldið fram að vopnalöggjöf Chicago sé sú strangasta í Bandaríkjunum og þrátt fyrir það hafi alvarlegum glæpum þar sem byssur koma við sögu farið fjölgandi. Eins og bent er á í umfjöllun Chicago Tribune í fyrra var Chicago eitt sinn sú borg þar sem vopnalöggjöf var sú strangasta í Bandaríkjunum hafa dómstólar Illinois og þing ríkisins holað þá löggjöf að innan. Á síðasta áratug var íbúum borgarinnar til dæmis bannað að hafa skammbyssur á heimilum sínum en Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi þau lög úr gildi árið 2010. Sömuleiðis hafa lög um að íbúar borgarinnar þurfi að skrá byssur sínar og fá leyfi fyrir þeim verið felld úr gildi. Árið 2013 samþykkti þing Illinois lög sem heimila íbúum að ganga um götur borgarinnar með tvær byssur á sér. Ofan á það að lögin hafi verið holuð að innan er Chicago umkringd af ríkjum þar byssulöggjöf er lítil sem engin. Auðvelt er að fara út úr borginni og kaupa byssu með löglegum hætti, án leyfis og án þess að skrá hana. Byssueign án hliðstæðu Fjöldi skotvopna í Bandaríkjunum á sér þó einnig ekki hliðstæðu. Til marks um byssueign í Bandaríkjunum er hægt að benda á þá tölfræði að Bandaríkjamenn samsvara um 4,4 prósentum íbúa jarðarinnar. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn um 42 prósent allra þeirra skotvopna heimsins sem eru í einkaeigu. Umræða um vopnalöggjöf Bandaríkjanna er ávalt fyrirferðamikil eftir árásir þar sem margir láta lífið. Stuðningsmenn byssueignar verja þó mun meiri fjármunum til þeirrar umræðu en andstæðingar þeirra og sömuleiðis verja þeir peningum allan ársins hring. Frá árinu 1989 hafa samtök stuðningsmanna byssueignar eins og Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) varið um 41,9 milljón dala til stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og áhrifahópa. Um 90 prósent af þeirri upphæð hefur farið til Repúblikanaflokksins og frambjóðenda hans. Samkvæmt umfjöllun CNBC News sýna skoðanakannanir að meirihluti Bandaríkjamanna er hliðhollur einhvers konar aðgerðum til að draga úr fjölda skotvopna. Þrátt fyrir það hafa samtök sem vinna að hertri vopnalöggjöf einungis varið um 4,2 milljónum dala frá árinu 1989. Um 96 prósent af þeirri upphæð hefur farið til Demókrataflokksins og frambjóðenda hans. Það er um tíu prósent af upphæðinni sem hinn hópurinn hefur varið. Önnur rök sem íhaldsmenn nota ítrekað er að ef einhver ætli sér að fremja fjöldamorð finni hann leið til þess. Í stað þess að nota skotvopn gætu viðkomandi notað sprengjur eða bíl. Reynsla annarra ríkja sem hafa gripið til aðgerða vegna skotárása gefur þó til kynna að það sé ekki rétt. Þann 28. apríl árið 1996 hóf hinn 28 ára gamli Martin Bryant skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli í Port Arthur í Tasmaníu. Þegar hann var handsamaður degi síðar lágu 35 í valnum og 23 voru særðir. Um var að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Ástralíu. Hægri sinnuð ríkisstjórn Ástralíu greip umsvifalaust til aðgerða sem þó tóku marga mánuði. Sjálfvirk og hálfsjálfvirk skotvopn voru bönnuð. Nýju kerfi varðandi byssuleyfi var komið á og var settur á 28 daga biðtími vegna byssukaupa. Þá var byssueigendum gert að skrá skotvopn sín og ríkið keypti rúmlega 600 þúsund byssur og fargaði þeim. Það kostaði mikla peninga og var verkefnið fjármagnað með því að hækka skatta. Eins og bent er á í umfjöllun Atlantic var ástralska þjóðin þó ekki sameinuð á bak við aðgerðir ríkisins. Skotvopnasamtök Bandaríkjanna vörðu miklum fjármunum gegn lagabreytingunum og unnu með sambærilegum samtökum í Ástralíu. Meðal þess sem andstæðingar breytinganna hrópuðu var að „byssur dræpu ekki fólk“ og að breytingarnar kæmu niður á löghlýðnum eigendum skotvopna. Síðan þá hefur ekkert atvik átt sér stað þar sem einn vopnaður maður myrðir fimm eða fleiri í Ástralíu. Á átján árum fyrir árið 1996 höfðu þrettán slík atvik átt sér stað þar í landi. Þar að auki fækkaði morðum og sjálfsmorðum þar sem skotvopn komu við sögu um 59 og 65 prósent á árunum 1995 og 2006. Skotvopnum hefur þó fjölgað verulega í Ástralíu síðan og létt hefur verið á löggjöfinni. Morðum þar sem skotvopn koma við sögu hefur þó ekki fjölgað aftur í samræmi við fjölgun skotvopna. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi þar sem fjöldamorð árið 1987 leiddi til aðgerða verðandi vopnalöggjöf. Hvað þarf eiginlega til? Lítill vilji virðist vera meðal ráðandi afla í Bandaríkjunum til að grípa til sambærilegra aðgerða. Vert er að velta uppi þeirri spurningu hvort hann muni einhvern tímann vera til staðar miðað við það að á þessu ári hafa 18 skotárásir átt sér stað á skólalóðum í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa gífurlega mörg börn verið skotin til bana og var árásin í Sandy Hook skólanum í Connecticut ein sú versta þar sem tuttugu fimm til sjö ára gömul börn voru myrt ásamt einum kennara. Ekki var gripið til aðgerða þá. Grunnskólakrakkar hafa oft verið myrtir í skotárásum í skólum. Aldrei hefur verið gripið til aðgerða vegna þeirra atvika. 59 tónleikagestir voru myrtir í Las Vegas í fyrra og hundruð særðust. Ekki var gripið til aðgerða þá. Kirkjugestir hafa verið myrtir í minnst tveimur árásum og sömuleiðis gestir kvikmyndahúss. Ekki var gripið til aðgerða. Það var jafnvel skotið á þingmenn Repúblikanaflokksins á hafnaboltavelli í fyrra og einn þeirra særður alvarlega. Þingmenn hafa valdið til að grípa til aðgerða og þeir gerðu það ekki þá.
Bandaríkin Fréttaskýringar Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45