Lífið

Tvö hundruð polýamórar á Íslandi hafna einkvæni

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar
María Rós Kaldalóns er forsprakki polamory hóps á Facebook.
María Rós Kaldalóns er forsprakki polamory hóps á Facebook.
Hugmyndir fólks um kynlíf og ástarsambönd hafa tekið heilmiklum breytingum frá því sem áður var. Á Facebook er hópur Íslendinga sem skilgreinir sig sem pólýamorý sem er ýmist kallað fjölkært eða fjölhleypt.

María Rós Kaldalóns, annar stjórnenda hópsins segir honum skipt í lokaðan og opinn hóp. Í fyrri hópnum séu um eitt hundrað manns en í þeim opna séu nú tvö hundruð.

„Það að vera fjölkær er í rauninni andstætt við einkvæni. Við höfnum þeirri hugmynd að þú getir eða að þér sé ætlað að elska eina manneskju í einu og sért bundinn við að búa með einum í einu,“ svarar María Rós.

„Þú getur verið giftur og í sambúð með þeim maka og tveimur öðrum og ég þekki þannig dæmi hér á landi. Í raun og veru hefur þetta lítið með kynhneigð að gera og hátt hlutfall þeirra sem tilheyra þessu samfélagi hér eru „pansexual“, þeir líta ekki á kyn sem forsendu til að eiga í sambandi.“

María Rós viðurkennir að þessi hugmynd sé á skjön við það sem þykir hefðbundið. Margir rugli því við opin sambönd. „Ég er með pólýamorus tattú og fæ oft spurningar um það og gríp þá tækifærið til að útskýra hvað í þessu felst. Þekking upprætir fordóma,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×