Forsetarnir minnast Hinriks prins af hlýhug Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu Austfirði í júlí 1986 og þar smellti drottning mynd af eiginmanni sínum. Kristján A. Einarsson „Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira