Erlent

Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Minnst fimmtíu eru særðir og tveir eru látnir.
Minnst fimmtíu eru særðir og tveir eru látnir. Vísir/AFP
Fyrrverandi nemandi Marjory Stoneman Douglas High skólans er nú í haldi lögreglu vegna skotárásar í skólanum klukkan átta að íslenskum tíma. Rúmur klukkutími leið þar til árásarmaðurinn var handsamaður.

Nemandi við skólann sagði í viðtali í kvöld að það hafi ekki komið honum né öðrum nemendum á óvart hver stæði á bak við árásina. Segir hann að krakkarnir í skólanum hafi grínast með að hann myndi hefja skothríð í skólanum einn daginn.

Minnst fimmtíu eru særðir eftir skotárásina og tveir eru látnir. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt fréttamyndir af vettvangi þar sem mátti sjá fjölda nemenda flýja skólabygginguna sem var umkringd lögreglu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð á Twitter.

Skólinn sem um ræðir ber nafnið Marjory Stoneman Douglas High School og er í borginni Parkland, sem eru um 72 kílómetrum norður af borginni Miami.

Scott Israel, lögreglustjóri á svæðinu, staðfesti við fréttamenn að árásarmaðurinn væri fyrrum nemandi við skólann og væri 18 ára gamall.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr snjallsíma nemanda sem var inn í skólanum þegar skothríðin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×