Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:45 Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“ Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“
Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21