Styttist í breytingar á kjararáði 14. febrúar 2018 20:00 Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira