Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Gissur Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2018 12:40 Vegagerðin sem og björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47