Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 07:11 Klébergsskóli á Kjalarnesi þegar viðraði aðeins betur. Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og á leikskólanum Bergi. Að sögn skólastjórans er það gert vegna veðurs og ekki síst vegna þess að veginum um Kjalarnes hefur verið lokað. „Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir í tilkynningu á vef skólans.Sjá einnig: Lægð dagsins annars eðlisSpáð er roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustanlands núna með morgninum og að það standi fram að hádegi. Ef spáin gengur eftir telur Veðurstofan hættu á foktjóni á þessum slóðum og að ferðaveður verði hættulegt í takmörkuðu skyggni og síðan rigningu. Gangi spáin eftir mun Vegagerðin hvað og hverju lýsa yfir óvissustigi á hringveginum frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði og segir miklar líkur á að það þurfi að loka vegum á þessu tímabili, það er að segja fram að hádegi. Á Suðausturlandi er spáð jafnaðarvindi upp á 20 til 28 metra á sekúndu en að vindhraðinn geti farið upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá sunnanverðu Reykjanesi, austur um allt Suðurland og allt upp til Djúpavogs á Austfjörðum. Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og KjalarnesiVindurinn verður heldur hægari suðvestantil á svæðinu. Svo er appelsínugul viðvörun i gildi fyrir alla aðra landshluta, þannig að Vegagerðin gæti þurft að grípa víðar til lokana en á áðurnefndum vegum. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þegar farnar að undirbúa sig fyrir óveðrið, en ekki næst samband við lögregluna á Suðurlandi fyrr en á skrifstofutíma, þrátt fyrir þetta óvissuástand. Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og á leikskólanum Bergi. Að sögn skólastjórans er það gert vegna veðurs og ekki síst vegna þess að veginum um Kjalarnes hefur verið lokað. „Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir í tilkynningu á vef skólans.Sjá einnig: Lægð dagsins annars eðlisSpáð er roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustanlands núna með morgninum og að það standi fram að hádegi. Ef spáin gengur eftir telur Veðurstofan hættu á foktjóni á þessum slóðum og að ferðaveður verði hættulegt í takmörkuðu skyggni og síðan rigningu. Gangi spáin eftir mun Vegagerðin hvað og hverju lýsa yfir óvissustigi á hringveginum frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði og segir miklar líkur á að það þurfi að loka vegum á þessu tímabili, það er að segja fram að hádegi. Á Suðausturlandi er spáð jafnaðarvindi upp á 20 til 28 metra á sekúndu en að vindhraðinn geti farið upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá sunnanverðu Reykjanesi, austur um allt Suðurland og allt upp til Djúpavogs á Austfjörðum. Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og KjalarnesiVindurinn verður heldur hægari suðvestantil á svæðinu. Svo er appelsínugul viðvörun i gildi fyrir alla aðra landshluta, þannig að Vegagerðin gæti þurft að grípa víðar til lokana en á áðurnefndum vegum. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þegar farnar að undirbúa sig fyrir óveðrið, en ekki næst samband við lögregluna á Suðurlandi fyrr en á skrifstofutíma, þrátt fyrir þetta óvissuástand.
Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41