Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30