Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 10:56 Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn. Mynd/Veðurstofa Íslands Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt. Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt.
Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21
Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent