Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 13. febrúar 2018 04:54 Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Tengdar fréttir Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun