Erfðauppeldi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun