Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 20:00 Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga. Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga.
Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43
Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33