Getur verið vesen að vera eineggja tvíburar Guðný Hrönn skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar. Vísir/ernir Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira