Segir forneskjuleg viðhorf til hundahalds enn ríkjandi Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“ Dýr Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“
Dýr Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira