Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 15:45 Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira