Skortir gögn um trampólíngarð Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Ekki er öruggt að börn sem slasast hafa í Trampólingarðinum nái sér að fullu. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00