Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson er aftur tekinn við íslenska landsliðinu, 17 árum eftir að hann tók fyrst við því. Hann stefnir að því að koma íslenska liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Fréttablaðið/Eyþór Handbolti Það fór varla fram hjá nokkrum manni þegar Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við íslenska liðinu en hann náði frábærum árangri í hin tvö skiptin sem hann stýrði því. Guðmundur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem stýrði íslenska liðinu í tæp tvö ár. Guðmundur þjálfaði danska landsliðið á árunum 2014-17 og gerði það að Ólympíumeisturum 2016. Eftir HM 2017 tók hann óvænta U-beygju og tók við landsliði Barein. Guðmundur er nýkominn aftur til Íslands eftir tveggja mánaða törn með bareinska liðið þar sem hann stýrði því m.a. á Asíuleikunum 2018 í Suður-Kóreu. Þar unnu Bareinar til silfurverðlauna. „Þeir höfðu samband eftir að þeir fréttu að ég ætlaði að hætta með Dani en ég dró þá lengi á svari því það var ýmislegt sem stóð mér til boða. En á endanum fannst mér þetta henta best eftir þetta ævintýri með Danina. Ég vildi komast í burtu frá öllu fjölmiðlafárinu í kringum danska liðið, breyta til og gera eitthvað annað. Ég stökk á þetta og sé ekki eftir því. Þetta var mikið ævintýri,“ sagði Guðmundur þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann á heimili hans á dögunum. Verkefnið sem Guðmundur stóð frammi fyrir hjá Barein var afar krefjandi. Geta leikmanna var takmörkuð og skipulagið á leik liðsins lítið. Það var því verk að vinna.Stoppuðu og byrjuðu að spjalla „Ég áttaði mig fljótlega á því að það þyrfti að taka til hendinni og gera breytingar á öllum sviðum. Það var mikið átak að fá þá til að vinna saman í vörn og sókn og krefja þá um meiri einbeitingu á æfingu. Þeir áttu erfitt með að halda tempói á æfingum og áttu það til að setjast niður og byrja að spjalla,“ segir Guðmundur sem þurfti líka að fá leikmenn Barein til að mæta á réttum tíma á æfingar. „Til að byrja með var þetta mjög skrautlegt. Menn komu eða komu ekki á æfingar og voru með ýmsar afsakanir fyrir því. Fjölbreyttari afsakanir hef ég aldrei heyrt,“ segir Guðmundur og hlær. Bareinar voru ákaflega ánægðir með störf Guðmundar og vildu halda honum. En það var erfitt að segja nei þegar kallið frá HSÍ kom. Tæpum sex árum eftir að hafa stýrt íslenska landsliðinu síðast er Guðmundur tekinn við því á nýjan leik. Talsverðar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu frá blómatíma þess og árangurinn á síðustu stórmótum hefur ekki verið merkilegur. Verkefnið er því ærið og Guðmundur gerir sér grein fyrir því. Og hann segir að landsmenn þurfi að sýna þolinmæði.Krefjandi en spennandi verkefni „Eitt af því fyrsta sem ég sagði við stjórnarmenn HSÍ var að það tæki 3-4 ár að koma liðinu aftur í fremstu röð. Liðið hefur tekið miklum breytingum, yngri leikmenn komnir inn og þeir þurfa sinn tíma. Þetta er mjög ögrandi og krefjandi en jafnframt spennandi verkefni.“ Guðmundur ætlar að gefa sér góðan tíma til að skoða leik íslenska liðsins til að sjá hvað þarf að bæta. „Ég mun skoða allt. Ég vil ekki vera með of miklar yfirlýsingar núna um hverju ég vil breyta því ég er ekki búinn að rannsaka það nógu vel til að geta sagt það nákvæmlega. En ég hef alltaf lagt mikla áherslu á varnarleikinn. Það er lykillinn að því að ná stöðugleika. Þá styður þú líka við markverðina og gefur möguleika á að nýta fljóta menn í hraðaupphlaupum,“ segir hann.Úrvalsliðið ekki bara fyrir unga Guðmundur segist ekki bara horfa á kennitölur leikmanna þegar hann velur landsliðið. „Ég sé að það eru fjölmargir ungir leikmenn á leiðinni en ég vil ekki nefna nein nöfn. Núna set ég saman hóp 30-35 leikmanna sem ég horfi til. Suma þeirra myndi ég vilja sjá með úrvalsliðinu/afrekshópi HSÍ. Það er ekki bara fyrir unga leikmenn, heldur leikmenn sem eru að banka á dyrnar í landsliðinu. Úrvalsliðið er tækifæri fyrir þá til að sanna sig og spila þær leikaðferðir sem landsliðið spilar. Þá get ég séð hvernig leikmenn falla inn í það. Það getur vel verið að í úrvalsliðinu verði leikmenn sem eru 25-27 ára. Það er ekkert sem útilokar það. Ég held að sumir leikmenn hafi ekki áttað sig á því,“ segir Guðmundur sem vill sjá fleiri íslenska leikmenn í stærstu liðum Evrópu á næstu árum. „Það má kannski segja að við eigum ekki marga leikmenn í stóru liðunum. Við eigum leikmenn sem spila í Danmörku og Svíþjóð og nokkra í Þýskalandi. Á næstu þremur árum myndi ég vilja sjá fleiri leikmenn í stóru liðunum. Ég tel að það muni gerast,“ segir Guðmundur.Besta ákvörðunin í langan tíma Þrátt fyrir að hafa verið bráðum 30 ár í þjálfun segist Guðmundur enn fullur eldmóðs og er endurnærður eftir Barein-ævintýrið. „Ég hafði gott af því að fara til Barein. Umhverfið í Danmörku var mjög erfitt. Ég þurfti á því að halda að kúpla mig út. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ég er gríðarlega metnaðarfullur og handboltinn er mín ástríða. Ég held að það muni aldrei breytast,“ segir Guðmundur að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Handbolti Það fór varla fram hjá nokkrum manni þegar Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við íslenska liðinu en hann náði frábærum árangri í hin tvö skiptin sem hann stýrði því. Guðmundur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem stýrði íslenska liðinu í tæp tvö ár. Guðmundur þjálfaði danska landsliðið á árunum 2014-17 og gerði það að Ólympíumeisturum 2016. Eftir HM 2017 tók hann óvænta U-beygju og tók við landsliði Barein. Guðmundur er nýkominn aftur til Íslands eftir tveggja mánaða törn með bareinska liðið þar sem hann stýrði því m.a. á Asíuleikunum 2018 í Suður-Kóreu. Þar unnu Bareinar til silfurverðlauna. „Þeir höfðu samband eftir að þeir fréttu að ég ætlaði að hætta með Dani en ég dró þá lengi á svari því það var ýmislegt sem stóð mér til boða. En á endanum fannst mér þetta henta best eftir þetta ævintýri með Danina. Ég vildi komast í burtu frá öllu fjölmiðlafárinu í kringum danska liðið, breyta til og gera eitthvað annað. Ég stökk á þetta og sé ekki eftir því. Þetta var mikið ævintýri,“ sagði Guðmundur þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann á heimili hans á dögunum. Verkefnið sem Guðmundur stóð frammi fyrir hjá Barein var afar krefjandi. Geta leikmanna var takmörkuð og skipulagið á leik liðsins lítið. Það var því verk að vinna.Stoppuðu og byrjuðu að spjalla „Ég áttaði mig fljótlega á því að það þyrfti að taka til hendinni og gera breytingar á öllum sviðum. Það var mikið átak að fá þá til að vinna saman í vörn og sókn og krefja þá um meiri einbeitingu á æfingu. Þeir áttu erfitt með að halda tempói á æfingum og áttu það til að setjast niður og byrja að spjalla,“ segir Guðmundur sem þurfti líka að fá leikmenn Barein til að mæta á réttum tíma á æfingar. „Til að byrja með var þetta mjög skrautlegt. Menn komu eða komu ekki á æfingar og voru með ýmsar afsakanir fyrir því. Fjölbreyttari afsakanir hef ég aldrei heyrt,“ segir Guðmundur og hlær. Bareinar voru ákaflega ánægðir með störf Guðmundar og vildu halda honum. En það var erfitt að segja nei þegar kallið frá HSÍ kom. Tæpum sex árum eftir að hafa stýrt íslenska landsliðinu síðast er Guðmundur tekinn við því á nýjan leik. Talsverðar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu frá blómatíma þess og árangurinn á síðustu stórmótum hefur ekki verið merkilegur. Verkefnið er því ærið og Guðmundur gerir sér grein fyrir því. Og hann segir að landsmenn þurfi að sýna þolinmæði.Krefjandi en spennandi verkefni „Eitt af því fyrsta sem ég sagði við stjórnarmenn HSÍ var að það tæki 3-4 ár að koma liðinu aftur í fremstu röð. Liðið hefur tekið miklum breytingum, yngri leikmenn komnir inn og þeir þurfa sinn tíma. Þetta er mjög ögrandi og krefjandi en jafnframt spennandi verkefni.“ Guðmundur ætlar að gefa sér góðan tíma til að skoða leik íslenska liðsins til að sjá hvað þarf að bæta. „Ég mun skoða allt. Ég vil ekki vera með of miklar yfirlýsingar núna um hverju ég vil breyta því ég er ekki búinn að rannsaka það nógu vel til að geta sagt það nákvæmlega. En ég hef alltaf lagt mikla áherslu á varnarleikinn. Það er lykillinn að því að ná stöðugleika. Þá styður þú líka við markverðina og gefur möguleika á að nýta fljóta menn í hraðaupphlaupum,“ segir hann.Úrvalsliðið ekki bara fyrir unga Guðmundur segist ekki bara horfa á kennitölur leikmanna þegar hann velur landsliðið. „Ég sé að það eru fjölmargir ungir leikmenn á leiðinni en ég vil ekki nefna nein nöfn. Núna set ég saman hóp 30-35 leikmanna sem ég horfi til. Suma þeirra myndi ég vilja sjá með úrvalsliðinu/afrekshópi HSÍ. Það er ekki bara fyrir unga leikmenn, heldur leikmenn sem eru að banka á dyrnar í landsliðinu. Úrvalsliðið er tækifæri fyrir þá til að sanna sig og spila þær leikaðferðir sem landsliðið spilar. Þá get ég séð hvernig leikmenn falla inn í það. Það getur vel verið að í úrvalsliðinu verði leikmenn sem eru 25-27 ára. Það er ekkert sem útilokar það. Ég held að sumir leikmenn hafi ekki áttað sig á því,“ segir Guðmundur sem vill sjá fleiri íslenska leikmenn í stærstu liðum Evrópu á næstu árum. „Það má kannski segja að við eigum ekki marga leikmenn í stóru liðunum. Við eigum leikmenn sem spila í Danmörku og Svíþjóð og nokkra í Þýskalandi. Á næstu þremur árum myndi ég vilja sjá fleiri leikmenn í stóru liðunum. Ég tel að það muni gerast,“ segir Guðmundur.Besta ákvörðunin í langan tíma Þrátt fyrir að hafa verið bráðum 30 ár í þjálfun segist Guðmundur enn fullur eldmóðs og er endurnærður eftir Barein-ævintýrið. „Ég hafði gott af því að fara til Barein. Umhverfið í Danmörku var mjög erfitt. Ég þurfti á því að halda að kúpla mig út. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ég er gríðarlega metnaðarfullur og handboltinn er mín ástríða. Ég held að það muni aldrei breytast,“ segir Guðmundur að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira