Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 19:15 Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira