Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 19:15 Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent