SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira