Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2018 15:23 Beðið hefur verið eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð til íbúa í Ghouta. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að uppreisnarmenn í Ghouta í Sýrlandi stöðvi neyðaraðstoð og flutning á fólki sem vill yfirgefa svæðið. Rússar ætla að halda áfram að styðja stjórnarher Sýrlands í baráttunni gegn uppreisnarmönnum sem þeir kalla „hryðjuverkamenn“. Hundruð manna hafa fallið í loftárásum á austurhluta Ghouta undanfarna ellefu daga. Það er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus.Reuters-fréttastofan segir að Lavrov hafi sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf að uppreisnarmenn haldi áfram að láta sprengjum rigna yfir Damaskus og þeir komi í veg fyrir að þeir sem eru fastir á yfirráðasvæði þeirra fái aðstoð eða að yfirgefa það. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi um helgina. Hún nær hins vegar ekki til vopnaðra hópa sem eru á hryðjuverkalista SÞ. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi segja að þessir hópar séu skotmark þeirra. Rússar hafa lagt til fimm klukkustunda vopnahlé á dag til að leyfa óbreytturum borgurum að hafa sig á brott og svo hægt verði að koma neyðargögnum inn á svæðið. Það fyrsta fór út um þúfur í gær. Rússar og Sýrlandsstjórn sökuðu uppreisnarmennina um að hafa rofið það með sprengingum en þeir síðarnefndu neita því. Sýrland Tengdar fréttir Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að uppreisnarmenn í Ghouta í Sýrlandi stöðvi neyðaraðstoð og flutning á fólki sem vill yfirgefa svæðið. Rússar ætla að halda áfram að styðja stjórnarher Sýrlands í baráttunni gegn uppreisnarmönnum sem þeir kalla „hryðjuverkamenn“. Hundruð manna hafa fallið í loftárásum á austurhluta Ghouta undanfarna ellefu daga. Það er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus.Reuters-fréttastofan segir að Lavrov hafi sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf að uppreisnarmenn haldi áfram að láta sprengjum rigna yfir Damaskus og þeir komi í veg fyrir að þeir sem eru fastir á yfirráðasvæði þeirra fái aðstoð eða að yfirgefa það. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi um helgina. Hún nær hins vegar ekki til vopnaðra hópa sem eru á hryðjuverkalista SÞ. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi segja að þessir hópar séu skotmark þeirra. Rússar hafa lagt til fimm klukkustunda vopnahlé á dag til að leyfa óbreytturum borgurum að hafa sig á brott og svo hægt verði að koma neyðargögnum inn á svæðið. Það fyrsta fór út um þúfur í gær. Rússar og Sýrlandsstjórn sökuðu uppreisnarmennina um að hafa rofið það með sprengingum en þeir síðarnefndu neita því.
Sýrland Tengdar fréttir Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49