Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 13:59 Nemendurnir við menntaskólann í Parkland voru fullir kvíða þegar þeir héldu aftur til skóla í dag. vísir/afp Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg. Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg.
Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41