Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 13:59 Nemendurnir við menntaskólann í Parkland voru fullir kvíða þegar þeir héldu aftur til skóla í dag. vísir/afp Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg. Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg.
Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41