Ávöxtun olíusjóðsins 13,7 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri olíusjóðsins Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira