Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/eyþór Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11