Lykill að velgengni Norðmanna á ÓL: „Engir skíthælar leyfðir“ 27. febrúar 2018 10:30 Það var gaman hjá Norðmönnum á ÓL. Hér er sú sigursælasta í sögunni, Marit Björgen, borin á hástól eftir að hún landaði gulli í síðustu grein leikanna. Vísir/Getty Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7) Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7)
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira