Eins og flestum er kunnugt um mætir Ísland Argentínu í fyrsta leik riðilsins á HM, en mótið fer fram í Rússlandi og hefst um miðjan júní.
Í riðlinum eru einnig Nígería og Króatía, en Heimir var með afar einföld skilaboð til Messi.
„Þetta er fyrsti leikurinn í mótinu. Það er nóg eftir. Vertu rólegur og ekki reyna of mikið á þig,” voru skilaboð landsliðsþjálfarans til eins besta leikmanns í heimi.
Þetta var eitt af myndbrotunum sem eru að birtast þessa daga á Twitter-síðu HM þar sem verið er að kynna inn liðin, leikvellina og fleira í þeim dúr.
Þetta skemmtilega myndbrot má sjá hér að neðan.
@footballiceland coach Heimir Hallgrímsson's message to #Messi
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 26, 2018
"It's the first game, just relax!"
Representatives of all 32 teams are out inSochi in to learn more ahead of the #WorldCup pic.twitter.com/45j9MZqkYH