Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 17:50 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira