Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Magaermaraðgerðir Gravitas eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00