Reyndu að koma höggi á CNN með fölsuðum tölvupósti Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2018 18:36 Mikil umræða hefur farið af stað um skovopn í Bandaríkjunum eftir árásina á Flórída á Valentínusardag. CNN gerði umræðuþátt í vikunni á formi borgarafundar þar sem nemendur frá skólanum spurðu þingmenn meðal annars spurninga. Vísir/AFP Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21