Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira