Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 13:14 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. Enda hafi haupmáttur lægstu launa aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjúhundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Miðstjórn Alþýðusambandsins ályktaði á miðvikudag að forsendubrestur hefði skapast í gildandi kjarasamningum félaga innan sambandsins við Samtök atvinnulífsins og ákvað að boðað verði til fundar með tæplega sextíu formönnum verkalýðsfélaganna á miðvikudag í næstu viku þar sem ákveðið verði hvort samningunum verði sagt upp. Gerist það tekur uppsögn samninga gildi strax hinn 1. mars og þriggja prósenta launahækkun sem á að taka gildi hinn 1. maí félli niður ásamt hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendunefnd kjarasamninga enn að störfum. Hins vegar telji Samtök atvinnulífsins að forsendur samninganna hafi ekki brostið. „Á samningstímanum hefur okkur tekist að auka kaupmátt launa um 20 prósent og 25 prósent fyrir lægstu laun. Ég held að við eigum svolítið að spyrja okkur ; hver er tilgangur kjarasamninga. Hann er sá að bæta lífskjör fólks og mér þykir einkennilegt að við séum yfirhöfuð að ræða uppsögn kjarasamninga áþessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Þegar sama staða var uppi fyrir ári urðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendubrestur hefði skapast og þá aðallega vegna mikilla hækkanna launa æðstu embættismanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi samningum og ASÍ frestaði uppsögn samninga um ár. Nú eru Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins aftur á móti ekki sammála um hvort forsendubrestur hafi skapast. Forysta Alþýðusambandsins fundaði með forsætisráðherra í gær og í forysta Samtaka atvinnulífsins mun gera þaðí dag. „Við höfum svosem veriðí mjög ítarlegu samtali við stjórnvöld í raun allan janúarmánuð og inn í febrúar. Þar sem við höfum tekið umræðu um þessi stærstu mál sem varða vinnumarkaðinn. Ég geri ráð fyrir að samtal okkar í dag verði hreinlega framhald af þeim viðræðum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hins vegar sé það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. „Við vörpum þeirri ábyrgð ekki yfir á stjórnvöld. En auðvitað er það þannig að stjórnvöld geta komið að þessu með einum eða öðrum hætti. Það mun skýrast á næstu dögum með hvaða hætti það verður,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki almenn krafa uppi um það í samfélaginu að fara í það umrót sem fylgi uppsögn kjarasamninga á þessum tímapunkti. Hann sé sannfærður um að það sé meirihluti fyrir því að láta samninga gilda áfram. „Og við tökum þetta hlutverk mjög alvarlega. Enda varðar þetta hagsmuni meirihluta Íslendinga hið minnsta og sennilega allra þegar upp er staðið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira