Fordómar gegn hinsegin fólki enn þá til staðar á Íslandi Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 08:00 Sólrún Sesselja segir fræðslu vera lykilinn að því að uppræta fordóma. VÍSIR/EYÞÓR „Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira