Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:30 Eric Greitens var kjörinn ríkisstjóri Missouri árið 2016. Brotið sem hann er sakður um átti sér stað árið 2015. Vísir/AFP Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti. Bandaríkin MeToo Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira