Lífið

„Stress er ekki til í minni orðabók“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Grant er til í slaginn.
Arnar Grant er til í slaginn. mynd/lalli sig
„Mér líst vel á að taka þátt. Mig vantaði einmitt góða áskorun á mig inn í meistaramánuð,“ segir einkaþjálfarinn og viðskiptamaðurinn Arnar Grant sem ætlar að slá til og taka þátt í dansþættinum Allir geta dansað.

Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.

„Ég kann ekkert að dansa. Lilja Guðmundsdóttir sem er frábær dansari og danskennari verður með mér í gegn um þetta allt saman.“

Arnar segist hvergi banginn fyrir framhaldið. Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.

„Stress er ekki til í minni orðabók þetta verður bara gaman.“

Fylgstu með Stöð 2 á Instagram.


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.