Myndlist er skapandi afl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun