Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir með yngsta barn sitt við húsið sem reyndist martröð sem ekki sér fyrir endann á. Vísir/Vilhelm Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00