Erfðagóssið breyttist og varð að Kvennaráðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Þátttakendur í viðburðinum, þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikari, Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðrún Þórðardóttir leikari, Lieu Thuy Ngo leikari og Helga Björnsson búningahönnuður. „Verkið snýst um vel efnaða ekkju áhrifamikils manns. Hún á meðal annars listaverk sem hún ákveður að selja. Það hrindir af stað atburðarás og átökum milli mæðgna,“ segir Sesselja Pálsdóttir sem notar rithöfundarnafnið Sella Páls. Það er leikrit hennar, Kvennaráð, sem hún er að lýsa, það verður leiklesið í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld og hefst lesturinn klukkan 20. „Ég hef tekið eftir því að þegar eldri konur vilja selja sína muni er látið eins og þær séu að gera rangt, erfingjar eigi allan réttinn. Viðbrögðin eru önnur þegar karlmenn taka ákvarðanirnar. Ég vildi aðeins taka það fyrir,“ útskýrir Sella og nefnir fleiri kýli sem hún stingur á í Kvennaráðum.Höfundurinn Sella Páls vill hafa sem flestar sýningar síðdegis á sunnudögum.„Ekkjan er með víetnamska heimilishjálp sem er orðin vinkona hennar en dóttirin og maður hennar gruna um græsku. Dóttirin er forstjóri í fyrirtæki og ætti að vera kvenréttindakona, enda þarf hún að takast á við ýmislegt í sinni vinnu. Það eru Leikhúslistakonur 50+ sem standa að viðburðinum í Hannesarholti. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo sjá um leiklesturinn á Kvennaráðum og hafa fengið til liðs við sig Svein Einarsson leikstjóra. Sella kveðst hafa skrifað leikritið fyrst undir heitinu Erfðagóssið sem hafi verið leiklesið. „Því var vel tekið og allt svoleiðis,“ rifjar hún upp. „Svo var ég með annað leikrit sem heitir Fyrirgefningin og Sveinn Einarsson skoðaði það og vildi sjá eitthvað meira. Ég sendi honum Erfðagóssið, hann las það yfir og leist vel á en gerði smá athugasemdir. Svo ég lagaði handritið til og breytti nafninu í Kvennaráð. Nú ákváðum við að gera leiklestur úr því í Hannesarholti, annars vegar í kvöld og svo klukkan 16 á sunnudag. Ég skil ekki af hverju ekki eru fleiri leiksýningar um eftirmiðdaginn, þær henta svo vel fyrir eldra fólk. Þannig er það í nágrannalöndunum.“ Í lokin er Sella spurð hvort hún sitji mikið við skriftir. „Já, ég er alltaf að skrifa, svarar hún glaðlega. „Núna var ég að ljúka við að þýða bókina mína Girndarráð yfir á ensku. Ég skipti mér svolítið milli verkefna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Verkið snýst um vel efnaða ekkju áhrifamikils manns. Hún á meðal annars listaverk sem hún ákveður að selja. Það hrindir af stað atburðarás og átökum milli mæðgna,“ segir Sesselja Pálsdóttir sem notar rithöfundarnafnið Sella Páls. Það er leikrit hennar, Kvennaráð, sem hún er að lýsa, það verður leiklesið í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld og hefst lesturinn klukkan 20. „Ég hef tekið eftir því að þegar eldri konur vilja selja sína muni er látið eins og þær séu að gera rangt, erfingjar eigi allan réttinn. Viðbrögðin eru önnur þegar karlmenn taka ákvarðanirnar. Ég vildi aðeins taka það fyrir,“ útskýrir Sella og nefnir fleiri kýli sem hún stingur á í Kvennaráðum.Höfundurinn Sella Páls vill hafa sem flestar sýningar síðdegis á sunnudögum.„Ekkjan er með víetnamska heimilishjálp sem er orðin vinkona hennar en dóttirin og maður hennar gruna um græsku. Dóttirin er forstjóri í fyrirtæki og ætti að vera kvenréttindakona, enda þarf hún að takast á við ýmislegt í sinni vinnu. Það eru Leikhúslistakonur 50+ sem standa að viðburðinum í Hannesarholti. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo sjá um leiklesturinn á Kvennaráðum og hafa fengið til liðs við sig Svein Einarsson leikstjóra. Sella kveðst hafa skrifað leikritið fyrst undir heitinu Erfðagóssið sem hafi verið leiklesið. „Því var vel tekið og allt svoleiðis,“ rifjar hún upp. „Svo var ég með annað leikrit sem heitir Fyrirgefningin og Sveinn Einarsson skoðaði það og vildi sjá eitthvað meira. Ég sendi honum Erfðagóssið, hann las það yfir og leist vel á en gerði smá athugasemdir. Svo ég lagaði handritið til og breytti nafninu í Kvennaráð. Nú ákváðum við að gera leiklestur úr því í Hannesarholti, annars vegar í kvöld og svo klukkan 16 á sunnudag. Ég skil ekki af hverju ekki eru fleiri leiksýningar um eftirmiðdaginn, þær henta svo vel fyrir eldra fólk. Þannig er það í nágrannalöndunum.“ Í lokin er Sella spurð hvort hún sitji mikið við skriftir. „Já, ég er alltaf að skrifa, svarar hún glaðlega. „Núna var ég að ljúka við að þýða bókina mína Girndarráð yfir á ensku. Ég skipti mér svolítið milli verkefna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira