Lífið

Corden með tilfinningaþrungna ræðu um byssulöggjöfina í Bandaríkjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims.
Corden er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims.
Hinn 19 ára Nikolas Cruz skaut minnst sautján manns til bana í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída fyrir viku síðan.

Hann var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og hefur Cruz verið ákærður fyrir sautján morð.

Cruz gekk inn í fyrrverandi skólann sinn og skaut þar úr hálfsjálfvirkum riffli af gerðinni AR-15 og er um að ræða mannskæðustu skotrárásina í skóla í Bandaríkjunum í fimm ár.

Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden tók byssulöggjöfina í Bandaríkjunum fyrir í tilfinningaþrunginni ræðu í þætti sínum í gær.

Corden bar saman tölfræði í tengslum við skotárásir og byssueign í heiminum og eru tölurnar sláandi eins og hann bendir á.

„Þegar ég flutti til Bandaríkjanna fyrir þremur árum þá datt mér aldrei í hug að ég þyrfti að tala svona oft um skotárásir og fjöldamorð,“ sagði Corden.

Corden sagði sögu frá því að árið 1996 voru 16 ungmenni drepin í grunnskóla í Skotlandi.

„Eftir það voru lögin hert í tengslum við byssueign og það hefur ekki komið upp tilfelli um skotárás í skóla á Bretlandseyjum síðan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.